Hver erum við

Hver erum við?
Gagnsæi eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins.

Hvað erum við ekki?
Gagnsæi er ekki fjölmiðill, ekki opinber eftirlitsaðili, ekki stjórnmálahreyfing.

Grunngildi Gagnsæis eru: gagnsæi, heilindi, samstaða, hugrekki, réttlæti og lýðræði.

 Markmið okkar á fyrsta starfsárinu eru:

  • Að knýja á um þær umbætur sem OECD og TI hafa bent á að gera þurfi í íslensku lagaumhverfi hvað varðar viðurlög við mútum, verndun uppljóstrara og þjálfun endurskoðenda í að greina hættumerki;
  • Vitundarvakning, fræðsla og umræða meðal almennings um skilgreiningar spillingar, einkum í ljósi fólksfæðar og hagsmunaárekstra;
  • Þýðingar á hugtökum góðum fordæmum (best practices) erlendis frá;
  • Að sækja um aðild sem Íslandsdeild Transparency International hreyfingarinnar.

Gagnsæi samtök gegn spillingu
kt. 701214-1450
Gimli, Háskólatorgi
101 Reykjavík

Stjórn samtakanna

 

Ásgeir Brynjar Torfason
ÁsgeirBA í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands
MBA frá Norwegian Business School BI í Ósló
PhD frá University of Gothenburg – School of Business, Economics and Law

Ásgeir er lektor við Háskóla Íslands og kennir fjármál, bókhald og greiningu ársreikninga auk þess að stunda rannsóknir á seðlabönkum og bankarekstri við Gothenburg Research Institute. Hann lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerðin um flæði fjármagns í bankakerfinu en rannsóknin byggði á mismunandi aðferðum og samspili fjármála, peningahagfræði og reikningsskilareglna. Áður stundaði hann bæði rannsóknir á og starfaði við langtíma fjárfestingar í fasteignum. Var svæðistjóri Norðurlanda fyrir alþjóðlega fasteignasjóðinn Prologis sem skráður er á hlutabréfamarkað í New York. Þar á undan var hann skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskóla Íslands og fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ en á síðustu öld vann hann að álvers- og virkjanaframkvæmdum eftir að hafa verið vinnumaður á sauðfjárbýli í Borgarfirði tíu sumur.

 

Edda Kristjánsdóttir
EddaJ.D., lögfræði, New York University School of Law, 1998
Doktorsnám í þjóðarétti, Amsterdam háskóla síðan 2010

Edda er Hafnfirðingur að uppruna en hefur búið og starfað erlendis síðan 1992, aðallega í New York og Hollandi. Hún hóf lögfræðiferil sinn á lögmannsstofu í New York en fékk áhuga á þjóðarétti og fluttist til Hollands, þar sem hún var aðstoðarmaður dómara hjá Alþjóðadómstólnum í Haag og fulltrúi hjá Alþjóðagerðardómnum. Edda hefur einkum sérhæft sig í regluverki fyrir fjöldakröfur fórnarlamba mannréttindabrota.

Síðustu ár hefur hún starfað við kennslu og rannsóknir hjá þjóðaréttardeild Amsterdam háskóla, þar sem hún hafði umsjón með gerð gagnagrunns fyrir Oxford University Press, um beitingu þjóðaréttar í landsrétti í yfir 70 löndum. Í gegnum árin hefur Edda lært að spilling er oftast ekki bara undirrót mannréttindabrota heldur stendur hún einnig víða í vegi fyrir réttlæti og umbótum og grefur jafnvel um sig innan alþjóðlegra hjálpar- og þróunarstofnana.

 

Guðrún Johnsen
GuðrúnBA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.
MA-próf í hagnýtri hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í Bandaríkjunum,
MA-próf í tölfræði frá University of Michigan, Ann Arbor

Guðrún er lektor í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Frá 2009 til 2010 starfaði Guðrún sem rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis þar sem hún leitaði orsaka og atburða sem leiddu til falls íslenska bankakerfisins árið 2008. Hún var lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006 til 2013. Á árunum 2004 til 2006 starfaði Guðrún sem sérfræðingur í fjármálakerfisdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún var aðstoðarkennari og aðstoðarmaður í rannsóknum hjá University of Michigan, Ann Arbor frá 2002 til 2003. Guðrún starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) á árunum 1999 til 2001 og hjá Norræna fjárfestingarbankanum á árunum 1998-1999. Hún hefur setið í stjórn Arion banka frá árinu 2010, sem varaformaður.  Áður sat hún í stjórn Rekstrarfélags MP Fjárfestingarbanka hf.  Guðrún er meðeigandi og stjórnarformaður ÞOR – Þróunar og rannsókna ehf.

Um langt skeið hefur Guðrún hefur haft áhuga á áhrifum heilbrigðra viðskiptahátta, skilvirkni fjármálamarkaða og tengsl þeirra við hagsæld.  Hún hefur m.a. stundað rannsakir á tengsl á viðhorfum til spillingar og viðskiptakostnaðar, hvatakerfum og bankakerfum.  Nýlega kom út bók eftir hana um íslenska bankahrunið, Bringing Down the Banking System, sem gefin var út af Palgrave-Macmillan í Bandaríkjunum. www.bringingdownthebankingsystem.com.  Þá má finna greinar eftir Guðrúnu og meðhöfunda hennar á þessari síðu: http://papers.ssrn.com/sol3/cf_dev/AbsByAuth.cfm?per_id=374383

 

Jenný Stefanía Jensdóttir
JennyCand Oecon, Fjármála og Reikningsskilasvið frá Háskóla Íslands
Dipl. Investigative Forensic Accounting, University of Toronto.

Jenný hefur starfað sem framkvæmdastjóri  fjármála hjá framleiðslufyrirtæki á Íslandi  ár og í smásölukeðju í Kanada í samtals aldarfjórðung.   Nýlega hóf hún störf  hjá Reykjavíkurborg, í fjármála og rekstrardeild á Velferðarsviði.  Jenný hefur ávallt verið mikil áhugamanneskja um  heilindi í viðskiptum og í stjórnsýslu og ritað ýmsar greinar í blöð og pistla á blogg um málefnið.  Lokaritgerð Jennýjar við Háskólann í Toronto, fjallaði um og lagði mat á heilindavísa í helstu stoðum íslenskrar stjórnsýslu, skv. viðurkenndum aðferðum Global Integrity, sem leggur annars vegar mat á lagalega stöðu í vörnum gegn spillingu og hins vegar á framkvæmdina og hvernig til hefur tekist í vörnum gegn spillingu. World Bank og fleiri stofnanir, þ.m.t Transperency International nota m.a. úttektir Global Integrity um stjórnhætti í ýmsum löndum, til þess að mæla  ýmis konar vísitölur  í tengslum við spillingu og heilindi í viðskiptum og stjórnsýslu.  Jenný hefur mikinn áhuga á að vinna gegn spillingu hvar sem því verður viðkomið, því  hún er þeirrar skoðunar að undirliggjandi ástæða flestra fjármálaáfalla og alvarlegra atburða á sviði viðskipta og stjórnsýslu sé langvarandi og óáreitt spilling.

 

Jón Ólafsson
JonPh.D. í heimspeki (Columbia háskóli, New York, 2000)

Prófessor við Hugvísindasvið Háskóla ÍslandsJón var forstöðumaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands frá 1999 til 2002 og formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar 2004 til 2006. Hann var prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst 2005 til 2014 en gegndi á þeim tíma einnig stöðu forseta félagsvísindadeildar skólans (2006 til 2010) og aðstoðarrektors (2011-2013). Hann tók við núverandi starfi 1. janúar 2015.Jón hefur skrifað um siðfræði og stjórnmálaheimspeki og birt greinar um þau efni hérlendis og erlendis.

Jón hefur kennt siðfræði, þar á meðal viðskiptasiðfræði og siðfræði í opinberri stjórnsýslu. Hann var formaður Samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni sem skipuð var árið 2010. Nefndin stóð að samningu siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnsýslunnar en slíkar reglur voru ekki áður til hér á landi. Þá stóð nefndin að gerð siðareglna fyrir ríkisstarfsmenn sem tóku gildi vorið 2013.

 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
SigurbjorgBA, Félagsráðgjöf; Diakonhjemmets Socialhögskole, Osló
MSc, Stjórnsýslufræði; The London School of Economics and Political Science.
PhD, Stjórnsýslufræði; The London School of Economics and Political Science.

Sigurbjörg er lektor í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk námi í félagsráðgjöf í Osló árið 1979 og starfaði í um 10 ár sem almennur félagsráðgjafi m.a. á Ríkisspítölum, í barnaverndarmálum hjá Reykjavíkurborg og í öldrunarmálum hjá Kópavogsbæ. Hún var yfirmaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg frá 1989 til 1999. Sigurbjörg lauk námi í heilsuhagfræði við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1997. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics and Political Science 1999 og doktorsgráðu í stjórnsýslufræðum frá saman skóla 2005. Doktorsrannsókn Sigurbjargar fjallaði um ákvarðanir stjórnvalda í Bretlandi og á Íslandi um sameiningar háskóla- og kennslusjúkrahúsa í London og í Reykjavík.

Sigurbjörg hefur unnið viðamikil verkefni fyrir Alþjóðabankann, Evrópusambandið og European Observatory of Health Systems and Policies og tekið þátt í verkefnum fyrir breska menntamálaráðuneytið og OECD. Þá hefur hún tekið þátt í verkefnum, m.a. undirbúning að setningu laga fyrir utanríkisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Sigurbjörg stundar kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands og hefur skrifað greinar og bókakafla, einkum á erlendum vettvangi, um stjórnmál og stjórnsýslu á Íslandi í tengslum við fjármálahrunið 2008.

 

Hallgrímur Óskarsson
small_ho_1Véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands með bestunarfræði sem sérgrein. Hefur einnig lokið ýmsum framhaldsnámskeiðum erlendis á sviðum stefnumótunnar, markaðsrannsókna og djúprannsókna.Hallgrímur er fæddur á Akureyri 1967 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, af eðlisfræðibraut. Hallgrímur hefur frá 2002 starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi fyrir fyrirtæki, flest á Íslandi, Skandinavíu og svo víðar í Evrópu og rekur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki, Verdicta (www.verdicta.com). Hallgrímur hefur unnið fyrir banka, trygginga- og fjármálafyrirtæki en einnig fyrir framleiðslufyrirtæki, matvælafyrirtæki, smásölumarkað, fjölmiðla, stofnanir og opinbera aðila.

Hallgrímur hefur einnig þróað upplýsingakerfi sem auka samanburð og gagnsæi á milli valkosta á markaði gagnvart vörum á sviði trygginga, sparnaðar, lífeyris- og húsnæðismála. Hallgrímur bloggar um ráðgjafar- og stefnumótandi málefni á vefinn www.haloskarsson.com.